20. Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi hjá 66° Norður
Manage episode 319746982 series 1744712
Viðmælandi þessa þáttar er Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi hjá 66°Norður. Fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og var stofnað árið 1926 og framleiðir og selur útivistafatnað. Verslanir 66°Norður eru nú um tólf talsins, þar af tvær í Danmörku. Sjóklæðagerðin rekur einnig verslunina Rammagerðina, sem selur ýmsar hönnunar- og gjafavörur. Bjarney er fædd árið 1969 og er alin upp í Kópavoginum og Akranesinu. Hún gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð en síðan lá leið hennar í viðskiptafræði í Tækniháskólann sem er nú Háskólinn í Reykjavík þar sem hún lauk einnig MBA gráðu. Bjarney hefur komið víða við og vann m.a. hjá Póstinum, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðanda og sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Íslandsbanka og kennari við Háskólann í Reykjavík. En árið 2011, keypti hún ásamt manninum sínum Helga Rúnari Óskarssyni, 66°Norður, sem hefur vaxið vel undir þeirra stjórn. Árið 2018 fjárfesti bandaríski framtakssjóðurinn, Mousse Partners, í 66°Norður fyrir um 4 milljarða íslenskra króna til að styrkja áframhaldandi vöxt vörumerkisins á erlendri grundu.
Þátturinn er kostaður af VÍS og Kaffitár.
72 odcinków