Hrekkjavaka
Manage episode 447076219 series 3545503
Í þessum þætti tökum við fyrir Hrekkjavöku, eða Halloween sem er handan við hornið! Daði byrjar á því að segja okkur af hverju hrekkjavaka er til og af hverju hún er haldin, hann fer einnig yfir það hvernig Trick or Treat eða Grikk eða Gott verður fylgifiskur hrekkjavöku. Birkir segir okkur frá því þegar hann lagði óvart hendur á konu á hrekkjavöku íklæddur Scream búning, ekkert eðlilega steikt en samt svo mikið seinheppni hann! Svo ræðum við í þættinum helstu raðmorðingjana, helstu hryllingskvikmyndirnar, förum yfir topp 20 lista þar og við förum líka yfir hryllilega hluti sem hafa gerst í raunveruleikanum á hrekkjavöku, þann 31. Október í gegnum árin. Einnig tölum við um eitrað hrekkjavökunammi og svo í lokin platar Birkir þá Daða og Davíð í að svara skrítnum spurningum í „Hvort myndirðu frekar“ HORROR EDITION! Einnig fáum við dúndurspurningu frá hlustanda sem slær í gegn!
55 odcinków